Drift - Íslandsmót 2019 1. umferð


Laugardaginn 18. maí fer fram 1. umferð Íslandsmótsins í drifti 2019 á Kvartmílubrautinni

Til að taka þátt þarftu að hafa:
Gilt ökuskírteini
Skoðað ökutæki
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttafélagi innan AKÍS
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka

Keppnisflokkar:

Minni götubílar
Götubílaflokkur
Opinn flokkur

Skráning og keppnisgjöld.

Almennri skráningu lýkur miðvikudaginn 8. maí kl. 23:00 - keppnisgjald kr. 10.000 
Eftirskráningu lýkur miðvikudaginn 15. maí kl. 23:00 - keppnisgjald kr. 13.000

Innifalið í keppnisgjaldi er keppnisskírteini til AKÍS kr. 1.000
Skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd

Dagskrá

Mæting kl. 9:00 
Skoðun kl. 9:00 til 9:45
Keppendafundur kl. 9:45
Æfing kl. 10:00 til 12:00
Forkeppni 12:20 til 13:20
Keppni 13:30 til 16:00
Verðlaunafhending kl:16:30

Nánari upplýsingar:
Keppnisstjóri: Halldór Jóhannsson